Um ABA (Anorexics and bulimics anonymous) Nafnlaus samtök fyrir þá sem vilja ná bata frá átröskun (anorexía og búlimía)

ágúst 8, 2007

HVER ERUM VIÐ?

Anorexics and bulimics anonymous (ABA) er félagsskapur einstaklinga sem hafa það að meginmarkmiði að finna og viðhalda „edrúmennsku“ í matarvenjum sínum og að hjálpa öðrum að öðlast edrúmennsku. Til þess að gerast félagi þarf aðeins eitt: löngun til þess að hætta óheilbrigðum matarvenjum. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin en með innbyrðis samskotum sjáum við okkur efnalegan farborða. ABA er óháð hvers kyns félagasamtökum, stofnunum og tengist ekki trúarbrögðum á neinn hátt.

HVER ERUM VIÐ EKKI….

ABA eru samtök áhugfólks en hvorki hugsuð sem meðferð né ætlað að koma í staðinn fyrir faglega heilbrigðisþjónustu. Anorexía og búlimía eru alvarlegar og jafnvel lífshættulegar raskanir og líkamleg einkenni þeirra verður að leiðrétta áður en einhver von getur verið á huglægum og andlegum bata. Við hvetjum alla sem þjást af átröskun til þess að ráðfæra sig við hæfa fagaðila á heilbrigðissviði.

BATALEIÐIN OKKAR

ABA notast við Tólf spora prógrammið sem hefur verið aðlagað frá Alcoholics Anonymous til þess að nálgast þá röskun sem verður á hugsunum og tilfinningum þeirra sem þjást af anorexíu og búlimíu. Með því að fylgja Tólf sporunum höfum við öðlast djúpstætt frelsi frá þráhyggjunni um þyngd, holdafar og mat sem áður heltók huga okkar og stjórnaði öllu okkar lífi. Við lærum í ABA að átröskun okkar er ákveðin tegund fíknar, að lykillinn að bata felst í því að finna „edrúmennsku“ í matar- og æfingamynstri okkar og að það getur enginn gert einn. Í ABA finnum við leiðsögn, umhyggju og stuðning frá öðrum með anorexíu og búlimíu sem hafa gengið bataveginn á undan okkur og öðlumst kjark til þess að láta af óheilbrigðri hegðun. Hvert og eitt okkar kemst í samband við æðri mátt, samkvæmt sínum skilningi, sem gerir okkur andlega heil er við höldum áfram að vera líkamlega edrú.

Margir sem upplifa áráttukennt ofát sem aðalþátt átröskunnar sinnar hafa getað tengt sig prógramminu okkar og fundið bata í gegnum það. Þeim er velkomið að taka þátt í félagsskap okkar.

HAFA SAMBAND

abaiceland@gmail.com